Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Óvænt slit síðustu ríkisstjórnar hefur aukið mjög pólitíska óvissa sem og óvissu um efnahagsstjórn hins opinbera á næstu árum. Við teljum að vegna þess muni Seðlabankinn halda vöxtum óbreyttum en tilkynnt verður um ákvörðunina 4. október næstkomandi.

28. september 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 4. október. Eins og svo oft áður togast annars vegar á þættir sem gefa svigrúm til vaxtalækkana og hins vegar þættir sem kalla á að beðið sé átekta með frekari slökun á aðhaldi. Ekkert í samblandi helstu hagvísa frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi kallar ákveðið á vaxtalækkun nú. Hins vegar hefur pólitísk óvissa aukist mikið vegna stjórnarslitanna og gerum við ráð fyrir að það verði helstu rökin fyrir því að nefndin muni bíða með frekari lækkun vaxta.


Nýjar hagmælingar kalla ekki sérstaklega á lækkun vaxta

Verðbólga á þriðja ársfjórðungi reyndist ögn minni en bankinn spáði í ágúst síðastliðnum. Þannig var verðbólgan 1,65% en Seðlabankinn hafði spáð 1,8%. Gengi krónunnar hefur styrkst örlítið frá síðustu vaxtaákvörðun en það veiktist töluvert milli síðustu tveggja funda. Frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hafa komið fyrstu tölur um þjóðhagsreikninga á öðrum fjórðungi. Þær gefa ekkert sérstakt tilefni til þess að lækka vexti nú. Sem dæmi var vöxtur einkaneyslu á 12 mánaða grundvelli á fjórðungnum 9,5% sem er töluvert meira en Seðlabankinn spáir að verði fyrir árið í heild sinni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar