Fréttir

Fjár­mála­mót: Þarftu að end­ur­fjármagna?

Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024

Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.

Fundurinn bar yfirskriftina Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna? Á fundinum fór Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, yfir nýútkomna hagspá og þá sérstaklega horfur hvað varðar verðbólgu, vexti og íbúðarverð. 

Wentzel Steinarr R. Kamban, íbúðalánaráðgjafi, fór yfir stöðuna á íbúðalánamarkaði, mögulegar ástæður þess að fólk endurfjármagni, kjör og úrræði sem eru í boði og fleira. 

Þá fór Elín Henriksen, sérfræðingur í viðskiptaþróun, yfir nýja lausn í appi Landsbankans þar sem hægt er að fara í gegnum endurfjármögnungarferli með einföldum og þægilegum hætti miðað við greiðslugetu hvers og eins. 

Áhugi fundargesta á viðfangsefninu leyndi sér ekki og komu fram margar góðar spurningar til fyrirlesara. Við þökkum þátttakendum fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður.

Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur