Fast­eigna­mark­að­ur gef­ur lít­ið eft­ir en hæg­ir á fram­boði

Íbúðauppbygging hér á landi hefur verið mjög sveiflukennd síðustu ár, bæði hvað magn og tegund íbúða varðar. Gert er ráð fyrir því að íbúðafjárfesting dragist saman um 16% í ár en aukist svo um 2-5% árlega á næstu árum.
Fjölbýlishús
20. október 2020 - Hagfræðideild

Ásíðustu 10 árum hafa allt frá 200 upp í 2.000 nýjar íbúðir komið inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu ár hvert og hlutfall sérbýlis af byggðu magni sveiflast frá 50% niður í um 10%.

Ný talning Samtaka iðnaðarins bendir til þess að nú séu um 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru rúmlega 1.000 á fyrri byggingarstigum.

Alls mælist samdráttur upp á 17% milli ára hvað fjölda íbúða í byggingu varðar og samdráttur upp á 47% meðal íbúða á fyrri byggingarstigum.

Við gerum ráð fyrir því að íbúðafjárfesting dragist saman um 16% í ár en aukist svo um 2-5% árlega á næstu árum þar sem m.a. aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar fyrstu kaupendum munu örva byggingu nýrra íbúða þegar líður á spátímann. Gangi spáin eftir verður talsvert fjárfest í íbúðarhúsnæði næstu árin, eða alls fyrir 140-150 ma. kr. á ári.

Lítið um ný sérbýli

Vísbendingar eru um að þörf gæti myndast fyrir sérbýli á næstunni þar sem verulega hefur dregið úr uppbyggingu slíkra íbúða, meðan hlutfall þeirra í fasteignaviðskiptum hefur haldist nokkuð stöðugt. Af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru einungis um 4% sérbýli.

Íbúðaverð hækkar

Íbúðamarkaður hefur verið kraftmeiri en fyrstu spár gerðu ráð fyrir þegar kórónufaraldurinn hófst hér á landi. Í kjölfar vaxtalækkana tók íbúðaverð að hækka nokkuð í vor og sumar. Mest var hækkunin í júlí, eða 1,2% milli mánaða. Sérbýli hefur tekið sérstaklega við sér og hækkað hraðar en fjölbýli á allra síðustu mánuðum, eða um 1,6% að jafnaði milli mánaða, á meðan fjölbýli hefur hækkað að jafnaði um 0,4%. Vísbendingar eru um að framboð til sölu hafi dregist saman og sölutími styst og bendir því margt til þess að spenna sé nokkur á húsnæðismarkaði um þessar mundir.

Við gerum ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 4,5% í ár og 4% að jafnaði næstu árin. Í sögulegu samhengi eru þetta ekki miklar hækkanir, en þó nokkrar í ljósi þess að hagkerfið gengur nú í gegnum djúpt samdráttarskeið. Gera má ráð fyrir því að hækkun vaxta þegar líður á spátímann muni draga úr eftirspurn þegar hagkerfið hefur unnið sig upp úr þeirri lægð sem nú ríkir.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjallganga
20. okt. 2020
Byrjar að létta til haustið 2021
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Óvissa um efnahagshorfurnar er enn mjög mikil.
Alþingishúsið
20. okt. 2020
Ríkissjóður hleypur undir bagga
Ríkissjóður hefur á síðustu mánuðum tekið á sig veruleg útgjöld og skuldbindingar vegna Covid-19-faraldursins. Skuldir A-hluta ríkissjóðs aukast samtals um rúmlega 600 milljarða króna árin 2020 og 2021.
20. okt. 2020
Atvinnuvegafjárfesting nær fyrri styrk árið 2023
Í síðustu uppsveiflu náði atvinnuvegafjárfesting hámarki árið 2017. Síðan dróst hún saman um 11,4% árið 2018 og 18% 2019.
Bananar í verslun
20. okt. 2020
Veikari króna stuðlar að verðbólgu og dregur úr líkum á frekari vaxtalækkunum
Verðbólga hefur aukist nokkuð síðan í janúar 2020. Í janúar var verðbólga 1,7% en var komin í 3,5% í september. Það er mesta verðbólga síðan í maí 2019 en þá var verðbólgan 3,6%.
Fjölskylda við matarborð
20. okt. 2020
Meiri áhrif á vinnumarkað en í fyrri kreppum
Áhrif samdráttar í efnahagslífinu hafa verið mikil á vinnumarkaðnum á þessu ári. Atvinnuleysi hefur aukist, starfandi fólki á vinnumarkaði hefur fækkað, dregið hefur úr atvinnuþátttöku, vinnutími hefur styst og fjöldi vinnustunda hefur dregist saman.
20. okt. 2020
Vöxturinn ræðst af fjölda ferðamanna
Covid-19-faraldurinn mun fyrst og fremst koma niður á útflutningi landsins í gegnum áhrifin sem faraldurinn hefur á ferðaþjónustuna. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur