Vikubyrjun

Vikubyrjun 29. maí 2017

Costco er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi og rekur 732 vöruhús um allan heim. Einn hlutur í Costco á Nasdaq kostar nú 174,7 Bandaríkjadali. Hefur hlutabréfaverðið hækkað um 14,7% á ári að meðaltali síðustu 20 ár.

29. maí 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan níu í morgun birti Hagstofan vísitölu neysluverðs.
  • Á þriðjudag birtir Reginn árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag birtir HB Grandi árshlutauppgjör. Seðlabankinn birtir fundargerð síðasta fundar peningastefnunefndar.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan tölur um þjónustuviðskipti við útlönd.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Mynd vikunnar

Costco er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi á eftir Walmart. Alls rekur Costco 732 vöruhús, þar af 510 í Bandaríkjunum og voru heildartekjur samstæðunnar síðustu tólf mánuði 120 milljarðar Bandaríkjadala en það er fimmfalt meira en landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Einn hlutur í Costco á Nasdaq kostar nú 174,7 Bandaríkjadali. Hefur hlutabréfaverðið hækkað um 14,7% á ári að meðaltali síðustu 20 ár.

Það helsta frá vikunni sem leið

Seðlabankinn birti fundargerð síðasta fundar Þjóðhagsráðs.

Eimskip birti uppgjör fyrir 1F.

Íslandsbanki tilkynnti um breytt skipulag.

Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli mánaða í apríl. Atvinnuleysi skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var 3,2% í apríl.

Orkuveita Reykjavíkur lauk skuldabréfaútboði, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Kvika stækkaði útgáfu víkjandi skuldabréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 29. maí 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 29. maí 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 29. maí 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar