Hagsjá

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,14%

Eini óvænti liðurinn í vísitölu neysluverðs var mikil lækkun á verði á mat og drykkjarvörum. Að öðru leyti voru áhrifavaldar samkvæmt spá Hagfræðideildar Landsbankans.

27. september 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt


Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% milli mánaða og mælist 12 mánaða verðbólga 1,4% (var 1,7% í ágúst). Með einni undantekningu var samsetningin í samræmi við væntingar okkar. Til hækkunar komu húsnæðisverð og útsölulok á fötum og skóm. Til lækkunar komu flugfargjöld til útlanda. Það sem kom langmest á óvart var mikil lækkun á verði á mat og drykkjarvörum. Alls lækkaði sá liður um 1,3% (-0,17 prósentustiga áhrif).

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vísitala neysluverðs hækkar um 0,14%

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar