Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum 15. nóvember. Við teljum að Seðlabankinn muni, rétt eins og oft áður, kjósa að bíða átekta með frekari lækkanir og sjá betur hvaða ríkisfjármálastefnu næsta ríkisstjórn mun fylgja.

7. nóvember 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 15. nóvember. Samhliða ákvörðuninni gefur Seðlabankinn út ýtarleg Peningamál með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá. Ef niðurstaða spárinnar verður á þá leið að hraðar dragi úr spennunni í þjóðarbúskapnum en búist var við er líklegt að nefndin kunni að telja svigrúm til frekari vaxtalækkana. Á móti vegur að ekki hefur enn tekist að mynda nýja ríkisstjórn eftir alþingiskosningarnar og því talsverð óvissa um framvindu ríkisfjármála. Við gerum ráð fyrir að óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála á komandi misserum muni vega þyngra og nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni.



Í fundargerð nefndarinnar kom jafnframt fram að nefndin væri sammála um að núverandi vaxtastig væri hæfilegt miðað við fyrirliggjandi gögn á þeim tíma. Því er ólíklegt að stýrivöxtum verði breytt nema verulegar breytingar komi fram varðandi þjóðhagsspá Seðlabankans fyrir komandi misseri.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar