Vikubyrjun

Vikubyrjun 13. nóvember 2017

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt á miðvikudag. Við búumst við því að bankinn haldi vöxtum óbreyttum, en bankinn hefur lækkað vexti um 1,5 prósentustig síðan núverandi vaxtalækkunarferli hófst í ágúst í fyrra.

13. nóvember 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir árshlutauppgjör.
  • Á þriðjudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í október og Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi, einnig fyrir október.
  • Við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum á miðvikudag þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt.
  • Á fimmtudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á föstudag birtir Þjóðskrá vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd vikunnar

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt á miðvikudag. Við búumst við því að nefndin haldi vöxtum óbreyttum, en hún hefur lækkað vexti um 1,5 prósentustig síðan núverandi vaxtalækkunarferli hófst í ágúst í fyrra. Bandaríski seðlabankinn og Englandsbanki hafa báðir hækkað vexti nýverið. Eins og sést, þá hafa stýrivextir hér á landi verið talsvert hærri en á hinum þremur efnahagssvæðunum allt frá aldamótum.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 13. nóvember 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 13. nóvember 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 13. nóvember 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar