Vikubyrjun

Vikubyrjun 27. nóvember 2017

Í vikunni birtir Hagstofan m.a. nóvembermælingu vísitölu neysluverðs og þjónustujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung.

27. nóvember 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við spáum 0,1% lækkun milli mánaða.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. HB Grandi birtir hálfsársuppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Á heildina litið hafa heimilin sýnt mun meiri ráðdeild en á síðasta hagvaxtarskeiði árin 2003-2007. Til marks um það hefur vöxtur einkaneyslu t.a.m. verið töluvert minni en kaupmáttaraukning launa undanfarin ár. Ákveðin tímamót urðu þó í þessari þróun á fyrri helmingi þessa árs þar sem bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til þess að einkaneysla, sem jókst um 8,2% á fyrri helmingi ársins, hafi aukist talsvert meira en sem nemur hækkun kaupmáttar launa á tímabilinu, sem jókst um 4,7%. Þetta kann að vera vísbending um að einkaneysla á komandi misserum verði í meira mæli skuldsett en síðustu ár.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 27. nóvember 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 27. nóvember 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 27. nóvember 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar