Vikubyrjun

Vikubyrjun 4. desember 2017

Í vikunni birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung og Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, einnig fyrir 3. ársfjórðung.

4. desember 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Eftir lokun markaða í dag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd á 3. ársfjórðungi og erlenda stöðu þjóðarbúsins m.v. lok fjórðungsins.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í nóvember.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Útflutningur ferðaþjónustu nam samtals 190 mö.kr. á þriðja fjórðungi ársins og jókst um 3,2% milli ára. Á föstu gengi nam aukningin milli ára um 12%. Nokkuð hefur dregið úr hversu hratt gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru að vaxa, en það þarf að fara aftur til fyrsta ársfjórðungs 2015 til að sjá minni aukningu milli ára á föstu gengi.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 4. desember 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 4. desember 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 4. desember 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar