Hagsjá

Áfram hægir á vexti ferðaþjónustunnar

Hægt hefur verulega á útflutningi ferðaþjónustu hér á landi og má það rekja bæði til styrkingar krónunnar en einnig minni fjölgunar ferðamanna en verið hefur. Ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna væri halli á vöru- og þjónustuviðskiptum gagnvart útlöndum.

5. desember 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt

Útflutningur ferðaþjónustu nam samtals 190 ma.kr. á þriðja fjórðungi ársins og jókst um 3,2% milli ára. Þetta er töluvert minni vöxtur en á síðustu fjórðungum. Leita þarf aftur til fjórða ársfjórðungs ársins 2010 til að finna minni vöxt en uppsveiflan í ferðaþjónustu hófst árið eftir. Frá þeim tíma hefur vöxtur útflutningstekna numið að meðaltali 18,6% milli ára. Vöxturinn á þriðja ársfjórðungi nú sker sig því verulega frá meðalvexti síðustu ára.

Vöxturinn á föstu gengi er umtalsvert meiri en á föstu verðlagi

Aukning útflutnings ferðaþjónustu á föstu gengi nam 12% á þriðja fjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það að aukningin á föstu gengi sé meiri en á verðlagi hvers tíma skýrist af styrkingu krónunnar milli tímabilanna en gengisvísitalan var að meðaltali 163,1 stig á þriðja ársfjórðungi 2017 en 176,9 stig á sama tímabili í fyrra (7,8% lægra).

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram hægir á vexti ferðaþjónustunnar

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar