Hagsjá

Gistinóttum á hótelum fækkar en fjölgar mikið í Airbnb

Gistinætur á hótelum voru 0,7% færri í nóvember en á sama mánuði í fyrra og er það í fyrsta skiptið síðan fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu sem að samdráttur mælist í fjölda gistinátta. Á sama tíma var mikil aukning í fjölda gistinátta í Airbnb.

22. desember 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt

Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum hér á landi í nóvember nam 270 þúsundum, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Til samanburðar nam fjöldinn 272 þúsund á sama tímabili í fyrra og dróst fjöldinn því saman um 0,7% milli ára. Fyrsta ár uppsveiflunnar í ferðaþjónustu hér á landi var árið 2011. Þessi samdráttur nú í nóvember er í fyrsta skiptið síðan fyrir uppsveifluna eða í desember árið 2010 sem fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum dregst saman á 12 mánaða grundvelli.Fjölgun gistinátta hefur verið hæg á síðustu mánuðum

Segja má að ákveðinn aðdragandi hafi verið á þessum samdrætti enda hefur vöxturinn á 12 mánaða grundvelli dregist verulega saman á síðustu ársfjórðungum. Í maí síðastliðnum fór vöxturinn undir tveggja stafa tölu í fyrsta skiptið síðan í júlí 2014 og hefur aukningin verið á bilinu 2,9-8,7% frá því í maí þangað til nú í nóvember. Minni fjölgun gistinátta hefur rímað ágætlega við talningar á fjölda ferðamanna inn í landið í gegnum Leifsstöð. Minni fjölgun gistinátta á hótelum hefur m.a. verið rakin til mikillar hækkunar verðs á hótelgistingu mælt í erlendri mynt. Þá hækkun má bæði rekja til styrkingar krónunnar á síðustu árum en einnig verulegra hækkana á verðskrám hótela í krónum. Þessu til viðbótar hefur mikill vöxtur í svokallaðri heimagistingu í gegnum erlendar bókunarsíður svo sem Airbnb líklega einnig haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir hótelgistingu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Gistinóttum á hótelum fækkar en fjölgar mikið í Airbnb (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar