Hagsjá

Methalli á vöruskiptum

Methalli var á vöruskiptum gagnvart útlöndum á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs. Hallinn mældist 152 ma.kr. og var umtalsvert meiri en árið 2016 þegar hann nam 100 ma.kr. Rekja má meiri halla til bæði meiri innflutnings en einnig minni útflutnings.

5. janúar 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Vöruútflutningur nam 47,5 ma.kr. í nóvember en vöruinnflutningur 56,2 ma.kr. og mældist því 8,7 ma.kr. halli á vöruskiptum í mánuðinum Þetta er 13. mánuðurinn í röð þar sem halli mælist á vöruskiptum við útlönd, en síðast mældist afgangur í október árið 2016 þegar hann 1,5 ma.kr.Methalli á vöruskiptum

Uppsafnaður vöruútflutningur á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs mældist 474,5 ma.kr., en uppsafnaður vöruinnflutningur mældist 626 ma.kr. og var því halli á vöruskiptum upp á 151,9 ma.kr. sem er meiri halli á en áður hefur mælst. Fyrri methalli var frá árinu 2005 þegar hann nam 138 ma.kr. Hallinn var einnig verulega mikill árið 2016 þegar hann nam 100 ma.kr. Einnig mældist halli árið 2015 og nam hann 21 ma.kr. Uppsafnaður vöruskiptahalli á síðustu þremur árum nemur því 273 ma.kr. Þess ber þó að geta að afgangur hefur verið á þjónustujöfnuði á þessu tímabili.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Methalli á vöruskiptum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar