Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Verðbólga mældist 2,4% í janúar og hefur ekki verið jafn mikil í bráðum fjögur ár. Óvissan í kringum verðbólguþróun næstu mánaða er töluvert mikil og þá sérstaklega vegna þeirrar óvissu sem ríkir um þróun á fasteignaverði á næstu mánuðum. Líklegt er að verðbólga verði um og yfir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum.

2. febrúar 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við teljum að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar en ákvörðunin verður tilkynnt 7. febrúar næstkomandi. Vextir voru síðast ákvarðaðir í desember og teljum við að hagþróunin síðan þá kalli ekki á sérstaka breytingu á vöxtum nú. Samhliða ákvörðuninni kemur út nýtt hefti Peningamála sem inniheldur uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá.

Síðasta verðbólgumæling mun hafa áhrif

Líklegt er að síðasta verðbólgumæling muni hafa töluverð áhrif á ákvörðunina núna. Þó peningamálastefnan eigi fyrst og fremst að horfa fram á við og taka ákvarðanir útfrá framtíðarverðbólgu hefur peningastefnunefndin oft sýnt að nýliðin verðbólga hefur einnig áhrif á ákvarðanir hennar. Verðbólga reyndist 2,4% í janúar og hefur hún ekki mælst hærri í tæplega 4 ár. Í nóvember síðastliðnum spáði Seðlabankinn að verðbólga yrði 2% núna á fyrsta ársfjórðungi. Við teljum fremur ólíklegt að það verði niðurstaðan og væntum þess að verðbólga verði meiri. Í nóvember spáði Seðlabankinn 2,4% verðbólgu á öðrum ársfjórðungi og 2,7% á þriðja ársfjórðungi. Við höfðum áður vænst þess að Seðlabankinn myndi líklegast lækka vexti um 0,25 prósentustig til viðbótar, áður en vextir yrðu hækkaðir næst. Við teljum orðið ólíklegra að vextir verði lækkaðir frekar í núverandi vaxtalækkunarferli og að næsta breyting vaxta verði til hækkunar.

Lesa Hagsjána í heild

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar