Vikubyrjun

Vikubyrjun 12. febrúar 2018

Fasteignaverð hefur hækkað töluvert umfram annað verðlag hér á landi á síðustu ársfjórðungum og hefur vægi húsnæðisliðarins í neysluverðsvísitölunni því aukist. Töluverð óvissa ríkir um verðbólguþróun næstu mánaða og má gera ráð fyrir að sú óvissa markist að miklu leyti af verðþróun á fasteignamarkaði.

12. febrúar 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir ársuppgjör.
  • Á þriðjudag birtir Reginn ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birta Íslandsbanki og Arion banki ársuppgjör.
  • Á fimmtudag birta Landsbankinn og Sjóvá ársuppgjör.
  • Á föstudag birtir TM ársuppgjör.

Mynd vikunnar

Töluverð óvissa er um þróun fasteignaverðs nú. Í vikunni birtum við Hagsjá þar sem við settum upp þrjár sviðsmyndir: að fasteignaverð muni á næsta ári hækka jafn hratt og síðustu 3 mánuði, jafn hratt og síðustu 6 mánuði eða jafn hratt og síðustu 12 mánuði og bárum saman líklega verðlagsþróun að því gefnu að allt annað yrði óbreytt. Þessar þrjár forsendur gefa mjög mismunandi verðbólguferla.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 12. febrúar 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 12. febrúar 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 12. febrúar 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar