Hagsjá

Olíuverð ekki hærra í rúm 3 ár

Eftir að hafa farið niður í 30 bandaríkjadali á fatið hefur heimsmarkaðsverð á olíu verið í hækkunarfasa á undanförnum ársfjórðungum. Verðið var að meðaltali 69 bandaríkjadalir nú í janúar sem er hæsta verðið í rúm þrjú ár.

28. febrúar 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur verið í hækkunarfasa á undanförnum mánuðum og var meðalverð á Brent-Norðursjávarolíu 69 Bandaríkjadalir á fatið í janúar síðastliðnum. Svo hátt hefur verðið ekki verið síðan í nóvember árið 2014 en upp úr sumri það ár kom til mikilla verðlækkana á olíu. Þannig fór olíuverð úr 114 bandaríkjadölum í júní 2014 og niður í 48 dali í janúar 2015 en svo mikið hafði olían ekki lækkað síðan í alþjóðafjármálakreppunni sem hófst árið 2008.Það sem af er febrúarmánuði hefur verðið hins vegar sveiflast mikið, það fór lægst í um 62 Bandaríkjadali um miðjan mánuðinn en var á hádegi 27. febrúar komið í 67 dali á ný.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Olíuverð ekki hærra í rúm 3 ár (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar