Hagsjá

Útflutningstekjur ferðaþjónustu tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs

Útflutningur þjónustu hélt áfram að vaxa á síðasta ári og má rekja þá aukningu einungis til útflutnings ferðaþjónustu. Afgangur af þjónustuviðskiptum gagnvart útlöndum nam 274 ma. kr. og hefur aldrei mælst hærri.

2. mars 2018  |   Hagfræðideild

Samantekt

Þjónustuútflutningur nam samtals 673 mö. kr. á síðasta ári og jókst um 27 ma. kr. milli ára, eða 4,1%. Eins og verið hefur síðustu ár bar vöxtur ferðaþjónustu uppi heildaraukningu í þjónustuútflutningi. Útflutningur ferðaþjónustu nam 504 mö. kr. og jókst um 41 ma. kr. milli ára, eða um 8,9%. Ef ekki hefði komið til aukning í útflutningi ferðaþjónustu hefði útflutningur þjónustu því dregist saman um 15 ma. kr., eða 2,3%.


Vöxtur þjónustuútflutnings síðustu ára einungis rakinn til ferðaþjónustu

Verðmæti þjónustuútflutnings hefur tvöfaldast milli áranna 2009 og 2017 og hefur farið úr 332 mö. kr. og upp í 673 ma. kr. Aukningin nemur 341 mö.kr. Á þessu tímabili jókst útflutningur ferðaþjónustu öllu meira, eða um 348 ma. kr. Ljóst er því að útflutningur þjónustu hefði dregist saman í heild sinni á þessu tímabili ef ekki hefði komið til vöxtur í útflutningi ferðaþjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Útflutningstekjur ferðaþjónustu tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar