Vikubyrjun

Vikubyrjun 5. mars 2018

Viðskiptajöfnuður var jákvæður um 93 ma.kr. í fyrra. Afgangurinn skýrist sem fyrr af áframhaldandi uppgangi ferðaþjónustu og voru útflutningstekjur ferðaþjónustu á síðasta ári tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs.

5. mars 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Eftir lokun markaða í dag birtir Seðlabankinn fjármálareikninga miðað við lok árs 2017.
  • Á morgun birtir Hagstofan bráðabirgðatölur um vöruskipti við útlönd í febrúar. Seðlabankinn birtir tölfræði um millibankamarkað með gjaldeyri í febrúar og útreikning á raungengi miðað við verðlag í febrúar.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 4. ársfjórðung 2017 ásamt tölum fyrir árið í heild.

Mynd vikunnar

Þjónustuútflutningur nam samtals 673 mö. kr. á síðasta ári og jókst um 27 ma. kr. milli ára, eða 4,1%. Eins og verið hefur síðustu ár bar vöxtur ferðaþjónustu uppi heildaraukningu í þjónustuútflutningi. Útflutningur ferðaþjónustu nam 504 mö. kr. og jókst um 41 ma. kr. milli ára, eða um 8,9%. Ef ekki hefði komið til aukning í útflutningi ferðaþjónustu hefði útflutningur þjónustu því dregist saman um 15 ma. kr., eða 2,3%. Alls voru útflutningstekjur ferðaþjónustu á seinasta ári tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 5. mars 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 5. mars 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 5. mars 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar