Hagsjá

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum níunda árið í röð

Styrking krónunnar á síðustu tveimur árum er sú mesta í sögunni og verður hún rakinn fyrst og fremst til afgangs á vöru- og þjónustuviðskiptum. Sá afgangur verður svo aftur rakinn til mikils vaxtar í íslenskri ferðaþjónustu.

6. mars 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd nam 105 ma.kr. á síðasta ári. Þetta var 9. árið í röð þar sem afgangur mældist á þessum mælikvarða. Afgangurinn dróst saman um 50 ma.kr. frá fyrra ári og var þetta annað árið í röð sem afgangurinn dregst saman milli ára en hann nam 164 ma.kr. árið 2015. Af þessu 9 ára tímabili var afgangurinn minnstur í fyrra en hann var örlítið meiri árið 2012 þegar hann mældist 106 ma.kr.Þjónustuafgangur heldur einn uppi heildarafgangnum

Síðustu ár hefur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum einungis skýrst af afgangi af þjónustuviðskiptum þar sem vöruskiptaafgangur hefur verið neikvæður. Árið í fyrra var fjórða árið í röð sem halli mældist á vöruskiptum. Vöruskiptahallinn mældist 169 ma.kr. í fyrra sem er mesti halli á vöruskiptum síðan árið 2006. Árið í fyrra var hins vegar það 11. í röð með jákvæðum þjónustuafgangi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum níunda árið í röð (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar