Vikubyrjun

Vikubyrjun 12. mars 2018

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar mældist hagvöxtur 1,5% á 4. ársfjórðungi 2017 og 3,6% fyrir árið í heild. Töluvert hægir á hagvexti milli ára og var vöxtur landsframleiðslunnar í fyrra í mun betra samræmi við langtímaframleiðslugetu þjóðarbúsins heldur en árið á undan þegar hagvöxtur mældist 7,5%.

12. mars 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.
  • Á miðvikudaginn er stýrivaxtaákvörðun - við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan tölur um fjármál hins opinbera.

Mynd vikunnar

Hagvöxtur mældist 1,5% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs borið saman við sama fjórðung árið 2016. Á ársgrundvelli er þetta minnsti hagvöxtur síðan á fyrsta árfjórðungi 2014 þegar hann var neikvæður um 1%. Stöðugt hefur hægt á hagvexti síðan hann náði hámarki í 11% á fjórða ársfjórðungi 2016.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 12. mars 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 12. mars 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 12. mars 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar