Vikubyrjun

Vikubyrjun 26. mars 2018

Eftir mjög miklar sviptingar á síðasta ári hefur flökt viðskiptavegins gengis íslensku krónunnar minnkað hratt á þessu ári og er nú orðið lægra en norsku og sænsku krónanna. Er það nú svipað og hjá dönsku krónunni og finnsku evrunni.

26. mars 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í morgun birti Hagstofan vísitölu neysluverðs.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.

Mynd vikunnar

Á síðasta ári sveiflaðist íslenska krónan, mælt sem 30 daga flökt vísitölu meðalgengis víðrar viðskiptavogar, mjög mikið í samanburði við gjaldmiðla hinna Norðurlandanna. Þetta var nokkur breyting frá árunum 2015 og 2016 þegar íslenska krónan sveiflaðist mun minni en sú sænska og norska. Þá voru sveiflur á íslensku krónunni svipaðar og á dönsku krónunni og finnsku evrunni, en danska krónan er á fastgengisstefnu með stuðningi evrópska seðlabankans. Það sem af er ári hafa þessar sveiflur minnkað hratt og eru aftur að nálgast dönsku krónuna og finnsku evruna.


Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 26. mars 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 26. mars 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 26. mars 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar