Hagsjá

Fjárfesting í ferðaþjónustu síðustu ár margföld á við meðalár

Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hefur kallað á margfalt meiri fjárfestingu á síðustu árum.

13. apríl 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Mikill fjárfestingarkúfur gengur nú yfir í íslenskri ferðaþjónustu og hefur fjárfesting í greinum tengdum ferðaþjónustu á síðustu árum verið margföld á við meðaltal síðustu 18 ára. Fjárfesting í flugvöllum, flugsamgöngum, hótel og veitingarekstri, flutningaþjónustu, starfsemi ferðaskrifstofa og flutningamiðlun nam 74 ma. kr. á síðasta ári. Það er eilítið minna en árið 2016 þegar fjárfestingin nam 80 ma. kr. en nokkuð meira en árið 2015 þegar hún nam 63 ma. kr.


Mikill vöxtur kallar á aukna fjárfestingu

Árið 2017 var þriðja árið í röð sem samanlögð fjárfesting ferðaþjónustufyrirtækja mælist langt umfram meðalfjárfestingu allt frá árinu 1990. Á árabilinu 1990-2014 nam meðalfjárfesting í þessum geirum 21 ma. kr. Meðalfjárfesting áranna 2015-2017 var hins vegar 72 ma. kr. eða 3,5-falt meiri en meðalfjárfesting áranna 1990-2014 á föstu verðlagi. Segja má að allir þessir fjórir flokkar hafi gengið í gegnum mikið fjárfestingartímabil á síðustu árum. Miklar fjárfestingar þurfa ekki að koma á óvart í ljósi þessa mikla vaxtar sem verið hefur í íslenskri ferðaþjónustu á síðustu árum. Þannig hefur útflutningsverðmæti hennar farið úr 156 ma. kr. árið 2009 og upp í 504 ma. kr. árið 2017 sem er ríflega þreföldun. Útflutningur ferðaþjónustu nam 19,6% af heildarútflutningi landsins árið 2009 en var komið upp í 42% árið 2017 sem gerir greinina að langstærstu útflutningsatvinnugrein landsins.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárfesting í ferðaþjónustu síðustu ár margföld á við meðalár (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar