Hagsjá

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan fyrir uppsveiflu

Svo virðist sem að tímabili mikillar hlutfallslegrar fjölgunar ferðamanna sem staðið hefur allt síðan árið 2011 sé lokið að við muni taka mun hóflegri og sjálfbærari vöxtur.

27. apríl 2018  |  Hagfræðideild

Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 6,3% milli ára. Fara þarf aftur fyrir upphaf uppsveiflunnar í ferðaþjónustu til að finna minni vöxt, en á þriðja ársfjórðungi 2010 fækkaði ferðamönnum um 1,3% borið saman við sama fjórðung árið áður.Vöxturinn hefur leitað mjög skýrt niður á við

Sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs sést að fjölgunin á 12 mánaða grundvelli hefur leitað stöðugt niður á við. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011, en það var fyrsta ár uppsveiflunnar. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun, þ.e. skýr leitni til lækkunar. Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%. Á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Segja má að önnur kaflaskil hafi síðan orðið í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minnsta fjölgun ferðamanna síðan fyrir uppsveiflu (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar