Vikubyrjun

Vikubyrjun 14. maí 2018

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur dregist mjög saman það sem af er ári og er meðalmánaðarvelta í ár um fjórðungur af því sem hún var í fyrra. Af 19 viðskiptadögum í apríl áttu einhver viðskipti sér stað á 12 dögum, hina dagana áttu engin viðskipti sér stað.

14. maí 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir og Sjóvá árshlutauppgjör.
  • Á morgun birta Hagar árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands, við búumst við óbreyttum vöxtum. Samhliða vaxtaákvörðuninni verða birt Peningamál.
  • Á fimmtudag birtir Eimskip árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Á millibankamarkaði með gjaldeyri eru fjórir aðilar, stóru viðskiptabankarnir þrír og Seðlabankinn. Almennt reyna bankarnir að stemma af kaup og sölu á gjaldeyri við viðskiptavini sína en fara út á millibankamarkaðinn ef að ójafnvægi myndast. Seðlabankinn er almennt ekki virkur á markaðnum en stundar inngrip eftir því sem hann telur nauðsyn til. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur dregist mjög saman það sem af er ári og er meðalmánaðarvelta u.þ.b. fjórðungur af því sem hún var í fyrra. Af 19 viðskiptadögum í apríl áttu einhver viðskipti sér stað á 12 dögum, hina dagana áttu engin viðskipti sér stað. Þetta kann að vera vísbending um að meira jafnvægi sé að myndast milli gjaldeyrisinnstreymis og útstreymis en verið hefur seinustu ár.

Velta á millibankamarkaði

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 14. maí 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 14. maí 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 14. maí 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar