Hagsjá

Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu ekki verri síðan 2011

Eftir nær stöðuga aukningu herbergjanýtingar á höfuðborgarsvæðinu á allt frá árinu 2010 hóf nýtingin að gefa eftir í apríl á síðasta ári. Nýtingin er þó þrátt fyrir það mjög góð í samanburði við margar aðrar borgir.

4. júní 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam 65,7% og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. Til samanburðar var nýtingin 79,7% á síðasta ári. Það sem af er ári hefur herbergjanýtingin verið verri en á sömu tímapunktum í fyrra. Raunar þarf að fara aftur til áranna 2015 og 2016 til að finna verri herbergjanýtingu en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrir janúarmánuð þarf að fara aftur til ársins 2016 til að finna verri nýtingu en aftur til ársins 2015 til að finna verri nýtingu fyrir febrúar og mars. Að fara þurfi allt aftur til ársins 2011 til að finna verri nýtingu eru því nokkur tíðindi.Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu ekki verri síðan 2011 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar