Hagsjá

Kröftugur hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi

Hagvöxtur mældist 5,4% á fyrsta ársfjórðungi sem er mun meiri vöxtur en búist er við að verði yfir árið í heild. Mikill vöxtur skýrist af áhrifum útflutningsvaxtar sem munu dvína eftir því sem líður á árið. Hagvöxtur yfir árið verður því að öllum líkindum minni en 5,4%.

8. júní 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Hagvöxtur mældist 5,4% á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er töluvert meiri vöxtur en verið hefur á síðustu fjórðungum og þarf að fara aftur til 4. ársfjórðungs 2016 til að sjá hærri tölur. Hagvöxtur var borinn uppi af vexti útflutnings, aukinni fjármunamyndun og einkaneyslu. Áhrif útflutningsins voru þó mest og voru þau til jafns við samanlögð áhrif einkaneyslu og fjárfestingar.Hægir á vexti einkaneyslu

Vöxtur einkaneyslu á yfirstandandi hagvaxtarskeiði náði hámarki í 10% á öðrum fjórðungi síðasta árs. Stöðugt hefur dregið úr vextinum frá þeim tíma og nam hann 5,9% á fyrsta ársfjórðungi. Eitt af athyglisverðum einkennum núverandi uppsveiflu er að vöxtur einkaneyslu hefur verið minni en vöxtur kaupmáttar yfir nær allt tímabilið. Það er fyrst nú á síðustu ársfjórðungum sem vöxtur einkaneyslu hefur reynst meiri en aukning kaupmáttar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kröftugur hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar