Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Síðustu fimm vaxtaákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans hafa hljóðað upp á óbreytta vexti. Við gerum ráð fyrir að það verði einnig niðurstaða næstu ákvörðunar nefndarinnar sem kynnt verður 13. júní næstkomandi.

8. júní 2018  |  Hagfræðideild

SamantektVið teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 13. júní n.k. Við teljum mjög ólíklegt að nefndin ákveði lækkun eða hækkun vaxta. Skammt er liðið frá síðustu vaxtaákvörðun og hagtölur sem birst hafa frá síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar 16. maí síðastliðinn eru ólíklegar til að sveigja nefndina til vaxtalækkunar eða vaxtahækkunar. Síðustu fimm ákvarðanir nefndarinnar hafa verið óbreyttir vextir og eru meginvextir Seðlabankans, bundin innlán til 7 daga, nú 4,25%. Í öllum fimm tilfellum voru allir fimm nefndarmenn sammála um að halda vöxtum óbreyttum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar