Vikubyrjun

Vikubyrjun 11. júní 2018

Hagvöxtur á 1. ársfjórðungi 2018 var 6,6% samkvæmt Hagstofu Íslands. Opinberir spáaðilar hafa spáð rólegri tímum framundan í íslensku efnahagslífi og vænta nokkuð lægri hagvaxtar fyrir árið í heild.

11. júní 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrisforða fyrir maí.
  • Á miðvikudag kemur vaxtaákvörðun frá Seðlabanka Íslands, við búumst við óbreyttum vöxtum.
  • Á fimmtudag gefur Hagstofan út Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2018.

Mynd vikunnar

Hagstofa Íslands gaf út tölur um hagvöxt á 1. fjórðungi síðastliðinn föstudag. Hagvöxturinn er nokkuð meiri en opinberir spáaðilar hafa spáð að verði fyrir árið í heild. Spár fyrir árið liggja á bilinu 2,6-4,1% og er Landsbankinn með hæstu spána. Spáaðilar eru sammála um að hægja muni nokkuð á hagkerfinu á næstu árum en til samanburðar var 3,6% hagvöxtur í fyrra en 7,5% hagvöxtur árið 2016. Einn fjórðungur segir ekki mikið um endanlegan hagvöxt yfir árið í heild og því enn ómögulegt að segja hvaða spáaðili verður næstur endanlegri tölu.


Heimsmarkaðsverð á olíu

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 11. júní 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 11. júní 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 11. júní 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar