Hagsjá

Lítillega dregur úr vöruskiptahalla

Halli á vöruskiptum gagnvart útlöndum á fyrri hluta ársins var örlítið minni en á sama tíma í fyrra. Hann er þó enn töluvert mikilli í sögulegu ljósi.

1. ágúst 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Alls nam vöruútflutningur frá landinu 287 ma.kr. á fyrri hluta ársins en til samanburðar nam hann 244 ma.kr. á sama tíma fyrir ári síðan. Aukningin nemur 43 ma.kr. eða um 18%. Innflutningur nam 370 ma.kr. og jókst um 40 ma.kr. eða um 12,1%. Halli á vöruskiptum gagnvart útlöndum það sem af er ári er því 83 ma.kr. Það er ívið lægri upphæð en á sama tíma í fyrra þegar vöruskiptahallinn mældist 86 ma.kr.Vöruskiptahallinn er engu að síður töluvert mikill sé hann settur í samhengi við þróun síðustu ára en þetta er næstmesti halli á vöruskiptum á þessari öld. Þess ber þó að hafa í huga vöruskiptajöfnuður er einungis einn liður í greiðslujöfnuði við útlönd. Á móti hallanum á vöruskiptajöfnuði kemur nokkuð myndarlegur afgangur af bæði þjónustujöfnuði og fjármagnsjöfnuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lítillega dregur úr vöruskiptahalla (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar