Hagsjá

Leiguverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 45% á 5 árum

Samkvæmt ársreikningum þriggja stærstu fasteignafélaganna hefur áætluð meðalleiga á atvinnuhúsnæði hækkað að meðaltali um 45% milli áranna 2012 og 2017. Á sama tíma hefur leiguverð íbúðarhúsnæðis hækkað um 47%. Yfir sama tímabil var verðbólga 13%.

31. ágúst 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Breytilegt er hvenær helstu hækkanir voru hjá fasteignafélögunum. Áætlaða meðalleigan hjá Eik og Reitum hækkaði mest milli áranna 2012 og 2013 en hjá Reginn milli áranna 2014 og 2015. Leiguverð íbúðarhúsnæðis tók svo mikinn kipp milli áranna 2016 og 2017.Sambærileg hækkun hefur verið á áætluðu leiguverði atvinnuhúsnæðis og leiguverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun leiguverðs íbúðarhúsnæðis nam 47% yfir tímabilið. Einungis Eik hækkaði hlutfallslega meira.

Ef áætluð meðalleiga á fermetra eftir atvinnurekstri er skoðuð er leiga á hótelrýmum hæst hjá öllum félögunum. Hæst er hún hjá Regin, 3.807 kr/m2 á mánuði, en lægst hjá Reitum, 3.540 kr/m2 á mánuði. Lægst er meðalleigan á iðnaðar- og geymsluhúsnæði, í þeim tilvikum lægst hjá Eik, 1.354 kr/m2 á mánuði, en hæst hjá Reitum, 1.465 kr/m2 á mánuði.

Þegar á heildina er litið hefur áætluð meðalleiga hækkað mest hjá Regin í krónum talið en minnst hjá Reitum. Hækkanir lágu á bilinu 480-701 kr/m2 á mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Leiguverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 45% á 5 árum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar