Hagsjá

Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum

Verðlagsþróun síðustu 4 ár hefur verið einstaklega hagfelld. Ársverðbólgutakturinn hefur haldist undir 3% samfellt síðan í febrúar 2014. Þegar grafið er aðeins dýpra í vísitölu neysluverðs sést að þróun undirliða hennar er misjöfn.

6. september 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum

Frá byrjun árs 2014 hefur heildarvísitalan hækkað um 9,6%. Húsnæðisliðurinn, það er kostnaður við að búa í eigin húsnæði og greidd húsaleiga, hefur hækkað um 46,5% á þessu tímabili samhliða miklum hækkunum á verði fasteigna. Ef við undanskiljum hins vegar húsnæðisliðinn frá vísitölunni, hefur hún haldist næstum óbreytt frá byrjun árs 2014.

Á síðustu fjórum árum hefur krónan styrkst nokkuð og laun hækkað umtalsvert. Áhrif þessa sjást nokkuð vel þegar við skoðum undirflokka vísitölunnar. Milli ágúst 2014 og 2018 lækkuðu innfluttar vörur um 11,4% en innlendar vörur hækkuðu um 7,4%. Rekstur á eigin bíl hefur lækkað um 9,0%, en fyrir utan tryggingar er þessi kostnaður nær eingöngu innfluttar vörur. Matarkarfan hefur hækkað um 3,6%, en í henni eru bæði innfluttar og innlendar vörur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar