Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Líkur á vaxtahækkun Seðlabankans hafa aukist nokkuð frá síðasta fundi nefndarinnar í lok ágúst. Hækkun verðbólguvæntinga, nýjar vísbendingar um kröftugri hagvöxt og veiking krónunnar er meðal þess sem sveigt gæti nefndina til þess að hækka vexti. Við teljum þó að óbreyttir vextir verði ofan á.

26. september 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 3. október nk. Við teljum þó um 30% líkur á að nefndin kjósi að hækka vexti enda kallar ýmislegt í nýliðinni hagþróun og nýjum hagtölum á hert aðhald. Þar má nefna hækkun verðbólguvæntinga, töluvert mikinn hagvöxt á fyrri helmingi ársins, lækkandi raunstýrivaxtastig og nokkuð snarpa veikingu krónunnar.Tónninn í síðustu Peningamálum var nokkuð harðari en verið hefur síðustu misseri. Verði ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum er líklegt að tónninn í yfirlýsingum nefndarinnar verði enn hertur og beinlínis ýjað að vaxtahækkun innan skamms. Ný Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans lítur dagsins ljós í nóvember en samhliða því er vaxtaákvörðunarfundur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar