Vikubyrjun

Vikubyrjun 29. október

Á árunum 2013 til 2016 lækkuðu heildarskuldir heimilanna að raunvirði. Síðan í byrjun árs 2017 hafa skuldir heimilanna hækkað á milli ára. Aukningin er eingöngu í lánum með veði í íbúðahúsnæði, en aðrar skuldir eru enn að dragast saman að raunvirði.

29. október 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í morgun birti Hagstofan vísitölu neysluverðs. Hagar birta 9 mánaða uppgjör í dag.
  • Á þriðjudag birta Síminn og Icelandair 9 mánaða uppgjör.
  • Á miðvikudag verður ný verðbólgu- og þjóðhagsspá Hagfræðideildar kynnt. Arion banki, Eik, Marel og Origo birta 9 mánaða uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Sjóvá 9 mánaða uppgjör.

Mynd vikunnar

Á árunum 2013 til 2016 lækkuðu heildarskuldir heimilanna að raunvirði. Síðan í byrjun árs 2017 hafa skuldir heimilanna hins vegar hækkað á milli ára. Aukningin er eingöngu í lánum með veð í íbúðarhúsnæði, en aðrar skuldir eru enn að dragast saman að raunvirði. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár sem hefur skapað aukið veðrými í fasteignum. Þetta veðrými hefur verið hægt að nota til að fjármagna neyslu og endurfjármagna óhagstæðari lán með íbúðalánum.

Mynd vikunnar

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 29. október 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 29. október 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 29. október 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar