Hagsjá

Neysla Svisslendinga á Íslandi langmest

Töluverður munur er á neyslu erlendra ferðamanna eftir þjóðerni þeirra. Það skýrist m.a. af mismunandi dvalarlengd þeirra.

13. nóvember 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Til samanburðar var meðalneysla á erlendan ferðamann um 154 þúsund krónur. Alls námu heildarútgjöld Svisslendinga til ferðalaga hér á landi um 8,8 mö. kr. Alls heimsóttu 30.200 Svisslendingar landið í fyrra.Neysluútgjöld Svisslendinga 58% meiri en þjóðin í öðru sæti

Sé horft á meðalneyslu ferðamanna eftir þjóðerni hafa Svisslendingar trónað á toppnum hér á landi síðustu ár. Þeir hafa yfirleitt verið í nokkrum sérflokki á þennan mælikvarða og eytt töluvert meiru í neyslu en þær þjóðir sem á eftir hafa komið. Á síðasta ári voru Danir með næstmestu neysluna, eða 185 þúsund króna meðalútgjöld á hvern ferðamann. Meðalútgjöld Svisslendinga voru því 58% meiri en meðalútgjöld Dana. Neysla þeirra 6 þjóða sem koma næstar á eftir Svisslendingum liggur á nokkuð þröngu bili, eða frá 163-185 þúsund. Í þessum hópi eru Noregur sem kemur næstur á eftir Dönum með 178 þúsund, Þjóðverjar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Hollendingar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Neysla Svisslendinga á Íslandi langmest (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar