Hagsjá

Verðbólga verður umtalsvert lægri vegna lækkunar olíuverðs

Eftir að hafa hækkað nær stöðugt frá miðju síðasta ári hefur olíuverð snarfallið á heimsmarkaði síðustu vikur. Verðfallið mun án efa skila sér í lægri verðbólgu en áður hafði verið spáð.

28. nóvember 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur fallið ansi skarpt á síðustu vikum. Það má rekja m.a. til aukins framboðs vegna aukinnar framleiðslu í Sádí-Arabíu og að liðkað hafi verið fyrir útflutningi Írans á olíu. Tímabundnu hámarki náði Brent-Norðursjávarolía í fyrstu viku októbermánaðar þegar verðið fór í tæplega 86 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur verðið lækkað um tæplega þriðjung en verðið er í kringum 60 Bandaríkjadali í dag. Leita þarf ár aftur í tímann til að finna svipað verð. Sé þessi lækkun komin til að vera mun það hafa jákvæð áhrif víða í hagkerfinu.Áhrifin á verðbólgu koma frá tveimur hliðum

Áhrifin verða umtalsverð á verðbólguþróunina og koma fram með tvennum hætti. Annars vegar ætti útsöluverð á bensíni til heimila að lækka í verði og þannig draga úr almennri verðbólgu litið fram á veginn. Hins vegar mun lækkun olíuverðs draga úr gjaldeyrisútflæði vegna innflutnings olíuafurða og þannig styðja við gengi krónunnar. Styrking krónunnar mun síðan lækka verð innfluttra vara og þannig stuðla að lægri verðbólgu en ella. Eldsneyti vegur um um 3,4% í vísitölu neysluverðs og fyrir hverja prósentu lækkun á bensínverði lækkar vísitala neysluverðs 0,03%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðbólga verður umtalsvert lægri vegna lækkunar olíuverðs (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar