Hagsjá

Metafgangur á þjónustujöfnuði

Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr vexti ferðaþjónustu á síðustu ársfjórðungum var metafgangur af þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi.

30. nóvember 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Þjónustuútflutningur nam 248,5 mö. kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst um 23,2 ma. kr., eða 10,3%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam 127,4 mö. kr. og jókst um 15,4 ma. kr., eða 14%. Afgangur á þjónustujöfnuði nam því 123,7 mö. kr. og jókst um 7,8 ma. kr., eða 6,7%. Þetta er metafgangur á þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi en fyrra met var frá árinu 2016 þegar afgangurinn mældist 122,8 ma. kr.


Tekjur af hugverkaréttindum jukust um 13 ma.kr. milli ára

Aukinn útflutning má rekja til ýmissa liða en þar vega mest tekjur vegna gjalda fyrir notkun á hugverkaréttindum. Útflutningur á þeim lið nam 1,1 mö. kr. í fyrra en 14,1 mö. kr. nú og nam aukningin því 13 mö. kr. Tekjur af þessum lið hafa verið töluvert sveiflukenndar á síðustu árum. Í gögnum Hagstofunnar fæst ekki frekara niðurbrot á því um hvaða hugverkaréttindi er að ræða.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Metafgangur á þjónustujöfnuði (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar