Hagsjá

Meiri afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum

Styrking krónunnar á undanförnum árum hefur breytt vöruskiptaafgangi gagnvart útlöndum í vöruskiptahalla. Afgangur af þjónustuviðskiptum er hins vegar enn það mikill að samanlagt mælist enn ríflegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum.

3. desember 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Útflutningur á vöru og þjónustu nam 398,2 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 41,9 ma. kr. eða um 11,8% frá sama tímabili í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam hins vegar 318 ma. kr. á fjórðungnum og jókst um 31 ma. kr. eða um 10,9% milli ára. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 80 ma. kr. og jókst um 11 ma. kr. eða 15,4% milli ára. Þetta er þriðji mesti afgangur sem mælst hefur af vöru- og þjónustuviðskiptum hér á landi á þriðja fjórðungi en metið er frá árinu 2016 þegar afgangurinn mældist 100,4 ma. kr. Árið 2015 mældist einnig meiri afgangur en nú en þá nam hann 81,4 ma. kr.


Þjónustujöfnuður heldur uppi afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum

Sá afgangur sem verið hefur af vöru- og þjónustuviðskiptum á þriðja ársfjórðungi á síðustu árum skýrist einungis af jákvæðum þjónustujöfnuði enda hefur vöruskiptajöfnuður verið neikvæður á þessum árstíma frá og með árinu 2014. Síðustu árin fyrir hrun var töluvert mikill halli á vöru- og þjónustuviðskiptum á þriðja ársfjórðungi og skýrðist hann einungis af miklum halla á vöruviðskiptum en aldrei mældist halli á þjónustuviðskiptum á þessu tímabili.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Meiri afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar