Vikubyrjun

Vikubyrjun 28. janúar

Megnið af árinu 2018 jukust gjaldeyrisinnlán innlendra aðila. Krónan veiktist samhliða þessari aukningu á gjaldeyrisinnistæðum. Í desember varð viðsnúningur, en gjaldeyrisinnistæður innlendra aðila lækkuðu um 28 ma. kr. á föstu gengi í mánuðinum. Krónan styrktist í þessum mánuði.

28. janúar 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,5% lækkun milli mánaða.
  • Á miðvikudag birta Hagar og Origo uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan uppfærðar tölur um vöruskipti við útlönd árið 2018 og tölur um gistinætur í desember.

Mynd vikunnar

Megnið af árinu 2018 jukust gjaldeyrisinnlán innlendra aðila. Þetta á sér í lagi við um lífeyrissjóðina, sem keyptu gjaldeyri fyrir 92 ma. kr. á fyrstu 9 mánuði ársins, en notuðu einungis hluta af þeirri upphæð til fjárfestingar erlendis. Gjaldeyrisinnistæður þeirra jukust um 37 ma. kr. á föstu gengi yfir þetta tímabil (heimild: Fjármálastöðugleiki 2018/2). Gengi krónunnar veiktist samhliða þessari aukningu á gjaldeyrisinnistæðum. Í desember varð viðsnúningur, en gjaldeyrisinnistæður innlendra aðila lækkuðu um 28 ma. kr. á föstu gengi í mánuðinum. Krónan styrktist í þessum mánuði.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 28. janúar 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 28. janúar 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 28. janúar 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar