Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Gera má ráð fyrir að Seðlabankinn byrji árið á óbreyttum stýrivöxtum.

1. febrúar 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar. Ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 6. febrúar. Síðasta vaxtaákvörðun nefndarinnar var í desember síðastliðnum og urðu óbreyttir vextir þá ofan á. Í sjálfu sér hefur lítið af nýjum hagtölum komið fram sem ættu að kalla á vaxtabreytingu nú. Ef nefndin ákveður að breyta vöxtum er langlíklegast að þeir verði hækkaðir. Miðað við hvernig nefndin hefur tjáð sig að undanförnu teljum við að hækkun vaxta nú væri í töluverðu ósamræmi við síðustu yfirlýsingar nefndarinnar. Við teljum líkur á hækkun vera litlar að þessu sinni. Vaxtahækkun gæti verið túlkað sem slæmt innlegg í núverandi kjarasamningsviðræður sem eru að viðkvæmu stigi.Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar