Hagsjá

Minni afgangur af viðskiptum við útlönd en erlend staða batnar

Á síðasta ári var 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Hrein erlend staða í lok ársins var 279 ma. kr.

5. mars 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Á síðasta ári var 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd sem er aðeins minna en 2017 þegar 95,3 ma. kr. afgangur mældist. Hrein erlend staða í lok ársins var 279 ma. kr. (9,9% af VLF) og batnaði um 183 ma. kr. (6,6% af VLF) á árinu.
Fyrir lá að það yrði 159,2 ma. kr. halli af vöruskiptajöfnuði, 245,7 ma. kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og því 86,5 ma. kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd.

Afgangur af þáttatekjujöfnuði reyndist vera 16,8 ma. kr. en hallinn af rekstrarframlögum var 21,9 ma. kr. Þetta skýrir 5,1 ma. kr. lægri afgang af viðskiptajöfnuði en af vöru-og þjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minni afgangur af viðskiptum við útlönd en erlend staða batnar (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar