Vikubyrjun

Vikubyrjun 11. mars

Á síðasta ári mældist 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd sem er aðeins minni afgangur en árið 2017, þegar hann var 95,3 ma. kr. Þetta er 6. árið í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd og hefur afgangurinn á þessu tímabili einungis verið borinn af miklum afgangi af þjónustujöfnuði, sem aftur má að langmestu leyti rekja til mikils vaxtar í ferðaþjónustu.

11. mars 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlit yfir gjaldeyrisforða í febrúar og daginn eftir birtir hann greiðslumiðlun fyrir febrúar.
  • Á föstudag birtir Hagstofan tölur yfir fjármál hins opinbera fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og þar með fyrir árið í heild.
  • Aðalfundir Regins, Reita, TM, Heimavalla og Sjóvár verða haldnir í næstu viku.

Mynd vikunnar

Á síðasta ári mældist 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd sem er aðeins minni afgangur en árið 2017, þegar hann var 95,3 ma. kr. Þetta er 6. árið í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd og hefur afgangurinn á þessu tímabili einungis verið borinn af miklum afgangi af þjónustujöfnuði, sem hefur aftur má að langmestu leyti rekja til mikils vaxtar í ferðaþjónustu. Síðustu áratugina fyrir hrun var jákvæður viðskiptaafgangur undantekning fremur en regla en með miklum vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur efnahagslegt vægi hennar vaxið mikið, aukið gjaldeyrisinnstreymi og stutt við gengi krónunnar.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 11. mars 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 11. mars 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 11. mars 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar