Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Töluverð óvissa ríkir um þessar mundir í hagkerfinu og teljum við að Seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í næstu viku.

13. mars 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 20. mars. Við teljum litlar líkur á hvort sem er vaxtahækkun eða vaxtalækkun að þessu sinni.
Á síðustu tveimur fundum nefndarinnar var ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentur í nóvember í fyrra en þeim hafði verið haldið óbreyttum undanfarna sjö fundi þar á undan. Meðlimir nefndarinnar voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum síðast en í desember setti einn nefndarmeðlimur sig á móti tillögu formanns nefndarinnar um óbreytta vexti og hefði heldur kosið 0,25 prósentustiga hækkun. Í febrúar íhugaði nefndin annars vegar óbreytta vexti og hins vegar vaxtahækkun upp á 0,25 prósentur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar