Vikubyrjun

Vikubyrjun 18. mars

Því hefur verið haldið fram á undanförnum misserum að verið sé að byggja mun meira af dýrari íbúðum en eftirspurn er eftir. Samanburður á tölum ÍLS, um fjölda íbúða sem settar voru á söluskrá seinni hluta 2018, og Þjóðskrár, um seldar nýjar íbúðir á sama tímabili, benda til þess að eitthvað sé til í þessari staðhæfingu.

18. mars 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar kynnt. Við búumst við óbreyttum vöxtum. Arion banki og VÍS halda aðalfundi.
  • Á fimmtudag halda Íslandsbanki, Festi og Síminn aðalfundi.
  • Á föstudag heldur Sýn aðalfund.

Mynd vikunnar

Samkvæmt síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) voru í kringum 1.500 nýjar íbúðir settar á söluskrá á höfuðborgarsvæðinu seinni hluta ársins 2018. Samkvæmt gögnum úr verðsjá Þjóðskrár Íslands seldust um 440 nýjar íbúðir á sama tíma. Séu tölur ÍLS og Þjóðskrár skoðaðar í samhengi verður ekki betur séð en að óseldar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skipti hundruðum. Því hefur verið haldið fram á undanförnum misserum að verið sé að byggja mun meira af dýrari íbúðum en eftirspurn er eftir. Samanburður á tölum ÍLS, um fjölda íbúða sem settar voru á söluskrá seinni hluta 2018, og Þjóðskrár, um seldar nýjar íbúðir á sama tímabili, benda til þess að eitthvað sé til í þessari staðhæfingu. Nánar er fjallað um málið í Hagsjá sem við gáfum út í síðustu viku.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. mars 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 18. mars 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 18. mars 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

5850a07c-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar