Hagsjá

Miklar hreyfingar milli daga á gjaldmiðlum eru sjaldgæfar, en ekki óþekktar

Alþjóðagreiðslubankinn í Basel í Sviss tekur saman gengisvísitölur fyrir alla helstu gjaldmiðla heims. Ef við skoðum breytingar á gengisvísitölunni milli daga meðal Vestur-Evrópuríkja2 allt aftur til ársins 2010 sést að einungs 9 sinnum hefur breytingin milli daga verið meiri en 3%.

22. mars 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt
Alþjóðagreiðslubankinn í Basel í Sviss (e. BIS – Bank for International Settlements) tekur saman gengisvísitölur fyrir alla helstu gjaldmiðla heims. Alls eru gengisvísitölur fyrir 61 ríki, þar af 18 Vestur-Evrópulönd í gagnabanka bankans. Ef við skoðum breytingar á gengisvísitölunni milli daga meðal Vestur-Evrópuríkja2 allt aftur til ársins 2010 sést að einungs 9 sinnum hefur breytingin milli daga verið meiri en 3%. Til að setja þessa hreyfingu í samhengi er staðalfrávik breytinga milli daga í þessu gagnasafni 0,3%. 3% er því um tíu staðalfrávik. Af þessum 9 skiptum var einungis tvisvar um íslensku krónuna að ræða.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Miklar hreyfingar milli daga á gjaldmiðlum eru sjaldgæfar, en ekki óþekktar (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar