Vikubyrjun

Vikubyrjun 25. mars

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu námu meðalútgjöld erlendra ferðamanna vegna Íslandsferða um 209 þúsund krónum í fyrra. Að meðaltali eyddu erlendir gestir um 54 þús. kr. í pakkaferðir, 39 þús. kr. í flug til og frá landinu og 35 þús. kr. í gistingu.

25. mars 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á morgun heldur Skeljungur aðalfund.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan marsmælingu vísitölu neysluverðs og við búumst við 0,5% hækkun milli mánaða.
  • Á fimmtudag er aðalfundur og útgáfa ársskýrslu Seðlabanka Íslands. Eimskip heldur aðalfund.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega hagvísa sína. HB Grandi heldur aðalfund.

Mynd vikunnar

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu námu meðalútgjöld erlendra ferðamanna vegna Íslandsferða um 209 þúsund krónur í fyrra. Meðalútgjöld að sumri  (239 þús.  kr.) voru hærri en að vetri  (177 þús. kr.). Íbúar Sviss eyddu mest (324 þús. kr.) að meðaltali en íbúar Póllands minnst (107 þús. kr.). Að meðaltali eyddu erlendir gestir um 54 þús. kr. (26% af heildarútgjöldum) í pakkaferðir, 39 þús. kr. (19% af heildarútgjöldum) í flug til og frá landinu og 35 þús. kr. (17% af heildarútgjöldum) í gistingu.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 25. mars 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 25. mars 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 25. mars 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar