Vikubyrjun

Vikubyrjun 8. apríl

Í nýgerðum kjarasamningum eru ákvæði um að tengja launabreytingar við hagvöxt á mann. Það getur munað nokkru á þeim hagvexti sem yfirleitt er talað um og hagvexti á mann vegna þess að þjóðinni fjölgar sífellt. Þannig mældist 4,6% hagvöxtur á síðasta ári, en 1,7% hagvöxtur á mann. Síðan 1946 hefur hagvöxtur á mann verið 1,4 prósentustigum minni að meðaltali en mældur hagvöxtur hér á landi, enda hefur íbúum landsins fjölgað mikið síðan eftir seinna stríð.

8. apríl 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan 9 í dag birti Seðlabankinn útreikninga á raungengi í mars og upplýsingar um millibankamarkað með gjaldeyri og krónur.
  • Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
  • Á miðvikudag heldur Eik aðalfund.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í mars.

Mynd vikunnar

Í nýgerðum kjarasamningum eru ákvæði um að tengja launabreytingar við hagvöxt á mann. Það getur munað nokkru á þeim hagvexti sem yfirleitt er talað um og hagvexti á mann vegna þess að þjóðinni fjölgar sífellt. Þannig mældist 4,6% hagvöxtur á síðasta ári, en 1,7% hagvöxtur á mann. Síðan 1946 hefur hagvöxtur á mann verið 1,4 prósentustigum minni að meðaltali en mældur hagvöxtur hér á landi, enda hefur íbúum landsins fjölgað mikið síðan eftir seinna stríð. Þess má að lokum geta að frá 1980 hefur hagvöxtur á mann 24 sinnum verið meiri en 1%, en 15 sinnum minni en 1%.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 8. apríl 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 8. apríl 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 8. apríl 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar