Vikubyrjun

Vikubyrjun 15. apríl

Í byrjun apríl gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn út verðbólgu- og hagvaxtarspá fyrir flest lönd heimsins. Sjóðurinn lækkaði spá sína um hagvöxt á þessu ári í helstu viðskiptalöndum okkar frá seinustu spá sem kom út í október á seinasta ári.

15. apríl 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í mars.
  • Á miðvikudag heldur Eik aðalfund.

Mynd vikunnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf í byrjun apríl út verðbólgu- og hagvaxtarspá fyrir flest lönd heimsins. Sjóðurinn segir að eftir myndarlegan hagvöxt 2017 og á fyrri hluta 2018 hafi alþjóðahagkerfið róast verulega á seinni hluta síðasta árs. AGS lækkaði spá sína um hagvöxt á í helstu viðskiptalöndum okkar og gerir nú ráð fyrir að meðalhagvöxtur í þeim verði 1,8% á þessu ári. Þetta er 0,4 prósentustiga minni vöxtur en sjóðurinn spáði í október á seinasta ári og 0,5 prósentustiga minni vöxtur en sjóðurinn spáði í apríl á seinasta ári.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 15. apríl 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 15. apríl 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 15. apríl 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

No filter applied

Tengdar greinar