Vikubyrjun

Vikubyrjun 29. apríl

Frá fyrsta ársfjórðungi 2015, þegar skrifað var undir kjarasamninga ASÍ félaga og SA, fram til fyrsta ársfjórðungs í ár hefur verð á matarkörfu vísitölufjölskyldu, eins og Hagstofan mælir hana út frá rannsóknum á útgjöldum heimilanna, hækkað um 5,6%. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7%, vísitala launa um 35% og húsnæðiskostnaður um 40% á sama tímabili.

29. apríl 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Klukkan níu í morgun birti Hagstofan aprílmælingu vísitölu neysluverðs. Marel birtir árshlutauppgjör í lok dags í dag.
  • Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birta Landsbankinn og VÍS árshlutauppgjör.
  • Á föstudag birtir síðan Icelandair árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Frá fyrsta ársfjórðungi 2015, þegar skrifað var undir kjarasamninga ASÍ félaga og SA, fram til fyrsta ársfjórðungs í ár hefur verð á matarkörfu vísitölufjölskyldu, eins og Hagstofan mælir hana út frá rannsóknum á útgjöldum heimilanna, hækkað um 5,6%. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7%, vísitala launa um 35% og húsnæðiskostnaður um 40% á sama tímabili.

Ef við skoðum mismunandi undirflokka sést að innfluttar matvörur hafa almennt lækkað eða hækkað lítið á meðan innlendar matvörur hafa hækkað mun meira. Þetta var viðbúið, þar sem krónan hefur styrkst á meðan innlendur kostnaður hefur hækkað á þessu tímabili.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 29. apríl 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 29. apríl 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 29. apríl 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07b-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar