Vikubyrjun

Vikubyrjun 6. maí

Í kjölfar uppgjörs Microsoft í seinustu viku fór markaðsvirði þess tímabundið yfir eittþúsund milljarða Bandaríkjadala. Til samanburðar má geta þess að verg landsframleiðsla Íslands á seinasta ári var um 20 milljarðar Bandaríkjadala.

6. maí 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Ferðamálastofa upplýsingar um fjölda ferðamanna um Leifsstöð í apríl.
  • Á þriðjudag birtir Origo árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag birta Arion banki, Íslandsbanki, Eik og Sýn uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung.
  • Á fimmtudag birta Lánamál ríkisins mánaðarlega markaðsupplýsingar rit sitt.

Mynd vikunnar

Í kjölfar uppgjörs Microsoft í seinustu viku fór markaðsvirði þess tímabundið yfir 1.000 milljarður. Til samanburðar má geta þess að verg landsframleiðsla Íslands á seinasta ári var um 20 milljarðar Bandaríkjadala.

Í ágúst í fyrra var Apple fyrsta fyrirtækið til að til ná einnar þúsund milljarða markaðsvirði. Markaðsvirði Amazon fór síðan rétt yfir þúsund milljarða dali inna dags í september á seinasta ári. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð undir lok seinasta árs, en bréf Microsoft lækkuðu hlutfallslega minna en Apple og Amazon. Nú er markaðsvirði þessara þriggja fyrirtækja mjög svipað.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 6. maí 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 6. maí 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 6. maí 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar