Hagsjá

Spáum lækkun stýrivaxta

Mun minni framleiðsluspenna m.a. vegna gjaldþrots Wow air mun gefa Seðlabankanum svigrúm til að lækka stýrivexti. Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentur á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 22. maí.

17. maí 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentur á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 22. maí. Við útilokum þó ekki að vextir verði lækkaðir meira, en teljum að nefndin muni vilja stíga varlega til jarðar og sjá hvaða áhrif vaxtalækkunin muni hafa áður en frekari skref verði tekin til lækkunar vaxta. Strax í júní er annar vaxtaákvörðunarfundur og nefndinni í lófa lagið að halda þar áfram á sömu braut með frekari lækkun vaxta verði engar óvæntar fréttir í millitíðinni sem dragi úr fýsileika frekari lækkunar vaxta. Við teljum þó líklegt að strax á næsta fundi nefndarinnar í júní verði stigið frekara skref með aðra 0,25 prósentustiga lækkun.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum lækkun stýrivaxta (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

12

No filter applied

Tengdar greinar