Hagsjá

Metafgangur á vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta ársfjórðungi

Mikill útflutningur á skipum og flugvélum höfðu mikil áhrif til aukins útflutnings á fyrsta fjórðungi ársins.

29. maí 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 33,2 mö.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Þessi afgangur var borinn af þjónustuviðskiptum rétt eins og síðustu ár. Afgangur af þjónustuviðskiptum nam 29,7 mö.kr. en hann dróst saman um 6,8 ma.kr. frá sama tímabili í fyrra, eða um 18,7%. Mikill viðsnúningur var á vöruskiptajöfnuði en hann hefur verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi undanfarin þrjú ár. Nú reyndist vöruskiptajöfnuður hins vegar jákvæður um 3,5 ma.kr. og sem er um 30,7 ma.kr. hægstæðari niðurstaða en sama tíma í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Metafgangur á vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd á fyrsta ársfjórðungi (PDF)
 

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

10

No filter applied

Tengdar greinar